Faldbúningur er elsta gerð þjóðbúnings íslenskra kvenna sem þekkt er. Hann er kenndur við höfuðbúnaðinn sem gjarnan er, eða var, notaður með honum, háan hvítan fald. Faldurinn var gerður úr nokkrum hvítum líndúkum sem voru vafðir um höfuðið, festir með prjónum og neðst bundinn mislitur klútur. Faldbúningur var búningur flestra íslenskra kvenna um langt skeið allt til um 1850. Hann virðist hafa verið notaður alls staðar og hafa verið búningur bæði ríkra og fátækra en misjafnlega íburðarmikill.
Elstu teikningar af íslenskum konum sýna þær í faldbúningum. Slíkir búningar hafa varðveist frá 18. öld. Á 18. öld var faldurinn mótaður í krókfald. Innst fata voru konur í nærskyrtu, mislitum upphlut og mörgum undirpilsum. Upphluturinn gat verið úr flaueli en annars var búningurinn saumaður úr ullarklæði. Stutt, svört treyja, með löngum, þröngum ermum, var skreytt með leggingu.
Faldbúningur 1800-1850. Shirt, bodice, jacket, skirt or skirt with loose apron, collar, splayed or crook headpiece,
head scarf, neckerchief, belt.
Smelltu hér til að sjá fleirri myndir.
|