7ÍHÖGGI ehf.
7ÍHÖGGI ehf.

 02.12.2009
 Hennar fínasta púss
Sýningin „Hennar fínasta púss“ samanstendur af upphlutssettum, skyrtum, svuntum og slifsum og er haldin í tré og list.
Tvćr sýningar eru nú í gangi í Tré og list, annarsvegar „Hennar fínasta púss“ sem samanstendur af upphlutssettum, skyrtum, svuntum og slifsum. Ţar er áhersla lögđ á ađ sýna ótrúlega fjölbreytni í efnis- og litavali.
Vinna og alúđ hefur veriđ lögđ í ađ gera spariklćđin sem best úr garđi og ekkert til sparađ. Ávallt leitast viđ ađ velja ţau fínustu efni sem kostur var á. En ţess jafnframt gćtt ađ vera alltaf innan hefđarinnar. Á sýningunni verđa svuntur, skyrtur og slifsi ţriggja kynslóđa. Elstu flíkurnar frá um 1930 og ţćr yngstu frá 1990. Allar flíkurnar eru úr safni ţjóđbúningarstofu.
Einnig er sýning á gömlum vefstól og íslenskum vefnađi, ţađ elsta frá árunum 1875-1880 eftir Guđrúnu Gestsdóttur, ásamt ofnum verkum eftir Ragnhildi Ingvarsdóttur og Kristínu Ketilsdóttur.
Oddný Kristjánsdóttir, klćđskeri sá um uppsetningu á sýningunum. Sýningarnar munu standa til áramóta.

Hćgt er ađ fylgjast međ sýningunni á www.treoglist.is

7ÍHÖGGI ehf. Nethyl 2E. 110 Reykjavík. Sími - 5518987.
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is